Forseti dæmir þjóð, en hversvegna?

Ég er ósáttur með Ólaf, ég leyni því ekki. Hann er ekki minn forseti. En hér eru þó atriði til að íhuga:

Talsmenn þjóðarinnar og lýðræðislega kjörnir fulltrúar (Þótt það sé umdeilanlegt vegna misvægi atkvæða) sýndu einungis 14 af 63 á móti! Það er enga gjá að sjá þar, því miður. Í það minnsta var raunveruleg gjá á þingi þegar fjölmiðlalögin voru felld af Ólafi og fékk hann skammir fyrir af því sama fólki og er að skamma hann núna fyrir að gera hið gagnstæða og samþykkja umdeild lög.

Hefði Sjálfstæðisflokkurinn (með frávikum) ekki guggnað á atkvæðagreiðslunni og hefði Bjarni Ben ekki komið með þær yfirlýsingar að forsetinn ætti að skrifa undir þetta, -hefði það kannski haft meiri áhrif á forseta heldur en að 3,5% þjóðarinnar skrifi undir einhvern rafrænan lista. Halda mætti að það það væri leynilegt markmið Sjálfstæðisflokksins að fá þetta samþykkt, (þora ekki að viðurkenna það því þeir þurfa að vinna sér inn atkvæði og hvað segja jú skoðanakannanir)... Þeir skuli sko taka við stjórn sama hvað það kostar þjóðina. Það er ekki eins mikill munur á Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu og halda mætti enda hvorutveggja hópar blindaðir af hatri. Þess skal getið að Skjár 1 var með undirskriftarlista í fyrra og þar skrifuðu vel yfir 40þúsund mans. Hvar er allt fólkið núna?

Sjálfstæðisflokkurinn stóð einnig í veginum fyrir því með málþófi í vetur, að hér væri hægt að krefjast kosninga í veigamiklum málum sem þessum, þar sem liðka átti meðal annars fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum. (Svolítið skondið að þeir hefðu kannski getað fellt ESB umsóknina með því líka?) Fjórflokkarnir eru gjörsamlega ónýtir og mætti jafnvel halda að þeir væru meðlimir að Illuminati þar sem þessi stöðugu leikrit stjórnmálamanna eru illa leikin. Þessi klaufalegi leikur Bjarna verður kannski til þess að Framsókn verður stærri flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn á næstu kosningum sem hugsanlega verða fyrr en ætlað er. Fyrir einhverjum árum var Flokkurinn með álíka pælingar og styður það enn frekar að þetta sé í raun sama aflið á bakvið þetta sýndarspil sem Alþingi er, sama hvaða flokkar eru við völd. En það er innbyggt í íslendinga að taka á þessu eins og íþróttum eða trúarbrögðum og eru boltabullur blindar fyrir öllu því sem þeirra lið gerir rangt en þegar hitt liðið gerir nákvæmlega sömu hlutina þá er það orðið rangt. (Ég trúi því ekki á þessi öfl en þannig virðist þetta bara vera)

Þakkir á þó Sjálfstæðisflokkurinn skilið, þó aðallega Pétur Blöndal fyrir sína fyrirvara og Þór Saari Borgarahreyfingunni fyrir að ná að koma flestum stefnumálum Borgarahreyfingarinnar inn í fyrirvarana.

PS ég er ósáttur með þessa samninga, skuldir óreiðumanna (einkavina) Sjálfstæðisflokksins.
mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Vertu velkominn í hóp frambjóðenda Björn Halldór og gangi þér vel.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.9.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband