Framboð í stjórn Borgarahreyfingarinnar

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til stjórnar Borgarahreyfingarinnar.

Borgarahreyfingin hefur verið kistulögð í meðvitundarleysi sínu og verður hún jarðsungin í næstu kosningum ef breytinga er ekki að vænta. Ég hef verið ávítaður af fólki sem telur mig hafa blekkt sig til að kjósa þá stjórnleysu sem Borgarahreyfingin hefur orðið.

Minn vilji er að sýna fólki fram á að enn ríki hugsjónin að baki hreyfingarinnar og þrátt fyrir þá hnekki sem þingflokkur hreyfingarinnar hefur hlotið, þá er grasrótin fullfær um að endurheimta virðingu og traust almennings. Það segir engin að það verði auðvelt verk en ég tel það gerlegt og vil ég gera hvað sem í mínu valdi stendur til að stuðla að sáttum, enda tel ég Borgarahreyfinguna okkar einustu von um bætta stjórnsýslu í landinu og koma á beinna lýðræði. Einhverskonar þjóðarsátt.

Ekki væri kennitöluflakk og stofnun nýrrar hreyfingar til bóta. Nei þetta er okkar einasta verkfæri (Borgarahreyfingin) og komið nóg af innbyrðis átökum. "Fjandmenn" okkar eru jú í meirihluta fyrir utan hreyfinguna en að litlu leiti innan hennar.

Ég býð mig fram sjálfstætt utan allra kosningabandalaga fimmta eða sjötta arms eða hvað þau nú heita. Ég býð mig fram til að auka á fjölbreytni í stjórn og sem mótvægi gegn meintri eignarhaldsvæðingu hreyfingarinnar og ég tala nú ekki um nema til þess eins að það séu örugglega nógu margir varamenn í stjórn ef slíkar hörmungar er riðu á í sumar skyldu henda hreyfinguna á ný.

Fjölmiðlar eru okkur ekki hliðhollir og hefur það verið sárt að horfa uppá þau mörgu fjölmiðlaslys sem hafa orðið í framkvæmdarstjórnarleysi hreyfingarinnar. Mikilvægi PR mála hefur verið vanmetið og yrði það mín aðal áhersla að kynna mér leiðir til að bæta þau. Öðrum flokkum heppnast betur að stýra umræðunni, þó slíkt ætti að mestu leiti að heyra undir framkvæmdastjóra.

Fyrir mér er fyrsta kjörtímabil Borgarahreyfingarinnar lítið annað en kosningabarátta fyrir næsta kjörtímabil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Velkominn í framboð  Gangi þér vel!

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 10.9.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband