Umboðslausir þingmenn og kennitöluflakkarar

Ég sem kjósandi Borgarahreyfingarinnar
og stuðningsmaður get ekki fallist á þau ólýðræðislegu vinnubrögð sem þingmenn og bakland þeirra hafa nú aðhafst. Landsfundur er æðsta vald félaga. Stór hópur þess fólks sem hengir sig á þingmennina voru ekki einu sinni skráðir í Borgarahreyfinguna, -og mætti halda að Heimssýn (Félag ESB andstæðinga) hafi flykkjast í Borgarahreyfinguna eftir að þingmennirnir þrír sviku orð sín við kjósendur um aðildarviðræður við ESB.

Ég hef reynt að halda mig utan erja þeirra er fóru á milli þingmanna og stjórnar Borgarahreyfingarinnar og reynt að viðhalda hlutleysi. Mér hefur tekist að viðhalda því að mestu og var það ein helsta ástæða þess að ég bauð mig fram til stjórnar Borgarahreyfingarinnar, -það er ég taldi hagsmunum hennar betur borgið sem heildar heldur en andstæðingar þar sem grundvallar stefnumál eru þau sömu. Með hlutleysi mínu var ég þó fljótur að eignast einhverskonar andstæðinga úr hópi baklands þingmanna, sem svara með dónaskap og upphrópunum fremur en rökum. Skemmdarverk voru unnin af nokkrum þeirra sem nú hafa yfirgefið Borgarahreyfinguna, lygar bæði á blogg síðum sem og í fjölmiðlum. En þeir þykjast vita hvað allir kjósendur ætluðust fyrir þegar þingmennirnir voru persónulega kosnir á þing, en ekki hin lýðræðislega Borgarahreyfing. Þrátt fyrir að það hafi ekki farið fram prófkjör né persónukjör. Ég var í meira sambandi við þann arm er virðist aðhafst leiðtogadýrkunn (þingmanna armur) og því getur viðhorf mitt ekki verið mengað af heilaþvotti stjórnar þeirra sem vildu koma reglum á óreiðuna.

Þingmennirnir hafa staðið sig vel á þingi, -að ESB afgreiðslu undanskilinni og er það ástæða þess að ég vildi gefa þeim tækifæri fram á næstu kosningar, með því skilyrði þó að þeir byðu sig ekki fram á næsta kjörtímabili. Allt fram að landsfundi var mér enn nokkuð hlýtt til þremenninganna (þrátt fyrir að ég sé ESB sinnaður sjálfur) en þar sýndu þingmennirnir sitt raunverulega eðli og höfðu í hótunum: skyldi þeirra vilja ekki vera framgengt skyldu þeir sannarlega yfirgefa Borgarahreyfinguna. -Lýðræðislegur þroski þeirra var þá ekki meiri en þetta. Afskræmingar þeirra og stuðningsmanna á aðstæðum, bæði sem í fjölmiðlum og á bloggi ber vott um leiðtogadýrkun og fasisma.

-Nei það snýst allt um fólkið en ekki stefnuna og það má ekki bæta við stefnuna sem er óljós og ein helsta ástæða þess að margt venjulegt hugsandi fólk gat ekki stutt hreyfinguna, stefnuleysi og stjórnleysi en því vildu þingmenn viðhalda með anarkísku ívafi, baktjaldamakki þingmanna og engu gagnsæi. Grasrótin skyldi hunsuð eftir hentugleika. Mér hugnast ekki að sjá vinnubrögð kennitöluflakkara inná Alþingi og tel ég það stangast gegn anda Borgarahreyfingarinnar. Líkt og klerkar með kóraninn þá vildu þingmenn getað túlkað stefnuskránna eftir hentugleika og til valda. Hin nýja "Hreyfing" hefði með réttu átt að taka upp nafnið Anarkista Hreyfing Íslands, þótt þar yrði baktjaldamakk viðhaft, -haftir á tjáningarfrelsi og kúgun.

Eins og Þór segir þá veit hann vilja kjósenda best, og ég er ekki kjósandi Borgarahreyfingarinnar í hans huga.

Sú lýðræðislega vinna sem fór í þær samþykktir sem samþykktar voru á landsfundi Borgarahreyfingarinnar voru unnar í lýðræðislegum anda hreyfingarinnar og er nægur tími til að lagfæra fyrir næstu kosningar. Mesti veikleiki núverandi stjórnar Borgarahreyfingarinnar virðist mér því vera of sterk réttlætiskennd og trú á gagnsæi og því hyggst ég standa með þeim fram á næstu kosningar áður en ég geri endanlega upp hug minn. Á þremur árum getur ýmislegt gerst eða er fólk að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn taki 40% á næstu kosningum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tetta er flott grein hja ter Bjorn.

Margret (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 17:20

2 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Góður pistill hjá þér. 

Það var eins með mig, lengi vel var ég þinghópsmegin í þessari deilu en söðlaði svo yfir þegar ég fór að átta mig betur á hrokanum og vinnubrögðunum.

En nú er þetta fólk farið sína leið og þræturnar að baki.  Verkefnið framundan er þó ærið því í raun hefur fólk almennt misst trúna á báða "arma".  Svo nú þarf að bretta upp ermar og endurheimta traustið sem þinghópurinn glataði í nafni Borgarahreyfingarinnar.

Jón Kristófer Arnarson, 19.9.2009 kl. 18:14

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Góður pistill Björn... og ég vona svo sannarlega að þú verðir virkur framvegis. Hlakka amk til að fá (vonandi)að vinna með þér

Heiða B. Heiðars, 19.9.2009 kl. 18:25

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

plús í kladdann

Hólmdís Hjartardóttir, 19.9.2009 kl. 18:30

5 identicon

"Anarkista Hreyfing Íslands"

Einmitt.  Og Anarkisti þá væntanlega einhverskonar skammaryðri ??

g!

Guðmundur Ragnar (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 18:45

6 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Frábær pistill hjá þér

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 19.9.2009 kl. 19:17

7 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Nei Guðmundur, það er það í sjálfu sér ekki. Anarkismi er mjög hein hugmynd þó það hafi ekki tekist í útfærslu. -Það mætti eins vera Umboðslausa Hreyfingin eða annað álíka kjánalegt nafn.

Bara fáránlegt að nota nánast sama nafn, þegar í daglegu tali er fólk gjarnt á að tala um hreyfinguna þegar það á við Borgarahreyfinguna, t.d. í skrifum mínum hér að ofan þá lengdust þau þónokkuð sökum þessa. Eða á Borgarahreyfingin að taka upp nafnið Flokkurinn til að þóknast "Hreyfingunni"?

Björn Halldór Björnsson, 19.9.2009 kl. 19:28

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Björn þetta er góður pistill hjá þér, ekki samt að allt sé rétt eða ég sé sammála þér í því öllu, ég var um tíma ekki alveg að skilja ástandið þarna og fór að mæta á fundi til að reyna að skilja þetta og var á þeirri skoðun Björn að í stjórnina þyrfti nýtt fólk sum sé fólk sem ekki hafði verið viðriðið áður farnar stjórnir, en veistu það Björn við hefðum ekki ráðið við þetta fólk, það er bara þannig og ég finn mikið til með ljúfmenninu Valgeiri Skagfjörð þau eiga eftir að tæta hann í sig.

Hreyfingin kom nú bara upp þegar mörgum hugmyndum var velt upp og ekki verið að velta neinum utanaðkomandi aðstæðum upp og að einhver misskliningur varðandi BH og hreyfinguna gæti komið er nú bara það svar frá mér allavega að við vorum hluti af Borgarahreyfingunni og ekki ástæða til að reyna að snúa út úr því eitthvað.

Svo er annað Björn, þessi klofningur varð að gerast það er ekki flóknara en það það stóð ekki til hjá ákveðnum einstaklingum að vinna með þinghópnum, þannig var það bara.

En varðandi ESB, ég vona að þú sért búinn að skoða vel hvernig sú staða kom upp, þinghópurinn er ekki ESB andstæðingar alls ekki, en þau voru ekki tilbúin að greiða ESB aðildarumsókn atkvæði á þeim tímapunkti sem atkvæðagreiðslan fór Fram vegna þess að það kom Fram í undirbúningsvinnunni að Icesave samningurinn ætti að fara óskoðaður í gegnum þingið sem aðgöngumiði að ESB.

Í fyrsta lagi þá var ESB umræðan á röngum tíma í þinginu hún mátti alveg bíða þings, hún þurfti ekki sumarþing og það voru önnur mál sem flestir töldu skipta mun meira máli eins og til dæmis vandamál heimilanna og atvinnulífsins.

Í öðru lagi þá er flýtimeðferð á ESB umsókninni ekki þess virði að Icesvae hefði mátt fara "óáreittur" í gegn um þingið.

Í þriðja lagi þá megum við ekki láta með og á móti ESB fara svona með umræðuna, ESB umsóknaraðild var samþykkt á þingi svo það er í góðu með það allt saman.

Í fjórða lagi þá hafa þinghópurinn bara staðið sig vel, þau komu fyrirvaralaust inn á erfiðsta þing Íslandssögunnar og fengu til að byrja með mikinn mótbyr annara þingmanna og svo nokkura félaga sinna sem héldu að þau gætu stjórnað þingmönnunum með SMS skilaboðum og ekki síður voru þau ergileg yfir að fá ekki SMS útaf fundum til að slá um sig með.

Björn þetta hefði aldrei gengið það var engin sátt sjáanleg, svo nú er bara að halda áfram og hvor hópurinn vinnur á sinn hátt að sama markmiðinu, nema BH vill stækka markmiðið og ekkert að því við erum nokkur sem ekki viljum það og höfum trú á þinghópnum og erum að byggja upp nýtt bakland fyrir þau, það er ekki þannig að þau séu að "snýkja" nýtt bakland eða að stýra nýju baklandi eins og gefið hefur verið í skyn, við kölluðum þau á fund til okkar en ekki öfugt Björn svo það sé á hreinu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.9.2009 kl. 20:13

9 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Takk fyrir vandað svar Högni. Vildi að fleiri ættu í samskiptum af þessum toga og hvergi réðst þú gegn mér né kallaðir mig fífl og ég virði það.

Mér finnst ekkert athugavert að stofna nýtt stjórnmálafl, -hinsvegar hefðu þingmennirnir þurft að láta af sætunum sínum fyrir varaþingmenn þótt staðan sé reyndar óljós í þeim málum hvernig því væri háttað. Bara tímapunkturinn að gera þetta á miðju kjörtímabili þykir mér ótraustvekjandi, auk "leyndarinnar" sem var á bakvið stofnun þessa afls. ENGIN kaus Hreyfinguna inn á þing og er þetta fyrir mér sem kjósenda eins og að vera skuldað stórar fjárhæðir af fyrirtæki sem síðan skiptir um kennitölu og neitar að borga.

Ég fyrirgaf þingmönnunum ESB gjörninginn Högni, þótt ég sé ekki sammála honum og þótt það hafi verið vegið ógeðfellt að Þráni snýst málið ekki um það fyrir mér. Ég hef ekki fengið neitt skítkast fyrir að vera á "miðjunni" frá A hópnum en aðra sögu er að segja frá B.

Björn Halldór Björnsson, 19.9.2009 kl. 21:02

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hefði það gengið upp Björn að skipta út fyrir varaþingmenn? Þeir skipast líka á milli Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar, ég veit það ekki.

En hafirðu fengið skítkast frá "B hópnum" þá býst ég við að það hafi verið byggt á misskilningi og rangtúlkun á þinni frasetningu og vonandi biður viðkomandi þig afsökunnar á því, en það gerist of oft í hita leiksins að misskilningur verður til leiðinda, láttu mig þekkja það Björn .

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.9.2009 kl. 21:24

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Málefnalegt og fínt.. nema það er engin að fara að "tæta" ljúfmennið hann Valgeir í sig

Eg veit ekki hvað þú heldur eiginlega að við séum..eins og þú og fleiri setja það upp þá erum við eins og hvert annað rándýr.

Djöfuls vitleysa

Heiða B. Heiðars, 19.9.2009 kl. 21:39

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Svona lítur þetta út frá mér séð Heiða, það er bara þannig.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.9.2009 kl. 21:53

13 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Kannski vantaði okkur fleiri Heiður eftir allt saman þótt ég verði að viðurkenna að mér leist ekkert of vel á lausmælgi hennar í fyrstu.

Björn Halldór Björnsson, 19.9.2009 kl. 22:06

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég segi bara það sem mér finnst.. Ekki allir hrifnir af því en fólk getur amk huggað sig að það veit hvar það hefur mig :)

En nei, þú vilt ekki fleiri Heiður...trúðu mér :)

Heiða B. Heiðars, 19.9.2009 kl. 22:10

15 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Heiða er aksjónkona og fylgin sér.

Sjáum hvað setur, sjáum hvað setur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.9.2009 kl. 22:10

16 identicon

skiptir engu máli hvað þú skrifar eða segir

borgararahreyfingin er andvana fædd

því miður Og það færi ykkur best að hætta ykkar skrifum og ykkar röfli í fjölmiðlum.

því þið fóruð fram úr ykkur...........

sigmundur sigurgeirsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 22:56

17 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Heida og Hogni tid hljomid eins og fraskilin hjon :) Eigidi godar stundir.

Björn Halldór Björnsson, 19.9.2009 kl. 23:04

18 Smámynd: Sævar Finnbogason

Högni, hér ferðu með rangt mál, þegar þú segir:

þinghópurinn er ekki ESB andstæðingar alls ekki, en þau voru ekki tilbúin að greiða ESB aðildarumsókn atkvæði á þeim tímapunkti sem atkvæðagreiðslan fór Fram vegna þess að það kom Fram í undirbúningsvinnunni að Icesave samningurinn ætti að fara óskoðaður í gegnum þingið sem aðgöngumiði að ESB.

Þrennt er hér mjög gagnrýnivert!

1. þinghópurinn fengið alla fyrirvara BH við ESB aðildarumsókn inní frumvarpið.

2. Brigitta Jónsdóttir VAR og ER á móti ESB og og bloggaði um það mál og bar því við að hún hefði ekki skilið í kosningabaráttunni hvað aðildaviðræður væri þegar hún var innt eftir hvort hún hefði skipt umskoðun. Margrét er á móti ESB, hvort hún var það áður veit ég ekki

3. Það er ekkert sem styður þá fullyrðingu að Icesave sé aðgöngumiðinn að ESB, Það er barnalega einfölduð framsetning á því hvernig þetta snertir samskipti Íslends við Evrópu. Ísland varð að semja um Icesave til að vera ekki brotlegt við EES samninginn. Ef við hefðum neytað að borga og farið dómstólaleiðina og tapað, sem er örugg að við gerum, vegna neyðarlaganna væri hægt að segja okkur upp EES samningnum. Þannig að þetta snýst fyrst og fremst um EES samninginn og varla viltu missa hann úr höndunum

Sævar Finnbogason, 21.9.2009 kl. 00:05

19 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta snýst nákvæmlega ekkert um EES samninginn Sævar - nákvæmlega ekki neitt.

Ég trúi því ekki að fólk hafi viljað að þau kokgleyptu Icesave samninginn og það óséðann bara til að hafa ESB aðildarumsókninga "góða".

Því miður Sævar þá er það víst málið að þetta snýst bara um með og á móti ESB og þau ykkar sem dreymir um ESB getið bara ekki á heilu ykkar tekið eftir þetta hvað sem þetta er útskýrt oft og hvernig sem það er orðað.

En nú er þetta komið í þann farveg að hluti hópsins heldur áfram að vinna eftir stefnu BH sem var gefin út fyrir kosningar en hluti fer í uppbyggingarvinnu og að undirbúa sveitastjórnakosningarnar, ef ekki verða alþingiskosningar áður sem ég held reyndar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.9.2009 kl. 10:13

20 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Ég er á móti ESB, eins og staðan er í dag.  Mun hins vegar skoða hug minn þegar samningurinn liggur á borðinu.  Skv. því ætti ég þá að vera í "Hreyfingunni" miðað við það sem þú segir Högni.  Amk. ekki í BH, þar sem allir eiga að vera heitir stuðningsmenn aðildar.

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 21.9.2009 kl. 10:51

21 Smámynd: Sævar Finnbogason

Högni Þú trúir hinu og þessu og það er bara ágætt.

Ég vil hinsvegar vita og skilja útfrá þeim hlutum sem liggja fyrir.

Hverju sem þú TRÚIR er það ljóst að Bretar Hollendingar og allar aðrar þjóðir í ESB litu á það sem brot á EES samningum að standa ekki við ábyrgð gagnvart Icesave innistæðueigendum. Það er á hreinu og óumdeilt, þó að einstaka fræðimenn og ESB andstæðingar væru á flot dregnir frá þessum löndum sem voru til í að efast um löggjöfina um innistæðurtryggingar var þetta opinber afstaða allra ríkjanna.

Og hverju sem þú trúir er það einnig alveg ljóst og óumdeilt nema mgulega af sárafáum kverúlöntum að það brot á EES samningnum að mismuna innistæðueigendum í Landsbankanum eftir ríkisfangi. Því er hægt að segja EES samningnum upp einhliða vegna alvarlegra brota á honum.

Það að við skulum þá ekki þurfa að bera allan kostnaðin af þessu Icesave klúðri er í raun viðurkenning á því að við ráðum ekki við upphæðina og að Þessar þjóðir sjá þér ekki hag í því að setja Ísland á hausinn útaf þessu máli - sjá Brussel viðmiðin

Hvernig getur þú svo sagt að þetta komi EES samningnum nákvæmlega ekkert við þegar málið snýst um framkvæmd hans?

Sævar Finnbogason, 21.9.2009 kl. 14:51

22 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei alls ekki Inga alls ekki, heldur er ég að segja að með eða á móti ESB er að skipta okkur almennt í tvo hópa og er að hafa ótruleg áhrif á bæði umræðu og skoðanamyndannir, ég er alveg á sömu skoðunn ég er á móti ESB en hef í rauninni engar forsendur svo það er í lagi að fá samning til að kjósa um, efast reyndar um að við fáum að kjósa um hann.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.9.2009 kl. 19:04

23 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hvað ertu að bulla Sævar, hverju ég trúi, ætlarðu að gera mér skoðannir út frá því að ég trúi ekki að fólk hefði viljað kokgleypa Icesave samninginn bara til að fá gott veður fyrir ESB umsókn þú átt bátt maður.

Það hefur líka komið Fram hvort sem þú vilt það eða ekki að regluverk EES er meingallað og það varð til þess að fáeinir einstaklingar notuðu sér það og komu okkur í þessa stöðu og þannig séð er EES/ESB ábyrgðaraðilinn, það er greinilegt á þínum framburði að þig dreymir svo um ESB að það má kosta hvað sem er að fara þar inn, þá erum við Inga nú skárri með okkar skoðannir við viljum sjá hvað er í boði.

Það hefur ekki verið mín skoðun að það sé alfarið hægt að hundsa Icesave en það hefði verið ástæðulaust að þingmenn samþykktu hann óséðann og það eru takmörk fyrir því hver ábyrð okkar er, það er í þessu eins og öðru við borgum bara sanngjarnt verð ekki endilega það sem er sett upp.

Þú spurðir mig hvort að ég vildi missa EES samninginn úr höndunum og það var það sem ég meinti að þetta Icesave klúður allt hefur ekkert með það að gera hvort það sé í myndinni að við "missum" EES samninginn, ég óttast ekki hræðsluáróður Steingríms Joðs.

Og varðandi mismunun er ég ekki viss um að Hollendingar, Þjóðverjar eða hvað þá Englendingar hafi efni á því að velta sér mikið upp úr mismunun, það er nú svo.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.9.2009 kl. 19:19

24 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Björn Halldór, vildi bara segja þér að kommentið þitt á bloggi Jóhanns er frábært (að venju). Það er gaman að sjá sjónarmið einhvers sem hefur staðið fyrir utan allt þetta sem á hefur gengið undanfarið. Þú ert frábær penni!

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 25.9.2009 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband