Iðnaður sem gæti blómstrað á Íslandi

Ísland þarf á iðnað að halda. -Iðnað sem býr til fjármagn úr mannauð, lítið mengandi og sem skapar miklar útflutningstekjur. Slíkur iðnaður er til og höfum við nokkur gott dæmi um slíkt hér á landi.

Kostnaður við hvert starf er smávægilegur í samanburði við stóriðju og ekki þarf að fá undantekningar frá alþjóðasamfélaginu til að fá að menga meira. Nei þetta eru ekki garðyrkjustörf eða annar ósjálfbær rekstur heldur er um að ræða einhvern peningamesta menningar-iðnað vesturlanda. Í Bretlandi veltur þessi iðnaður meiri pening en kvikmyndaiðnaður þess lands og hefur hlutfall þessa iðnaðar farið ört vaxandi í Bandaríkjunum og Bretlandi gagnvart kvikmyndum og tónlist. Nokkuð sem er orðið og verður enn stærri hluti af menningu vesturlanda og raun heimsins alls í komandi framtíð.

Alþjóðlegir framleiðendur keppast við að flytja starfsemi sína til annarra landa til að hagræðingar. Kanada hefur tekið slíkum fyrirtækjum opnum örmum með lægri sköttum á fyrirtæki í þeim iðnaði og örðum fríðindum. Bretum þykir það vera mikil ógn vegna flótta leikjaframleiðenda til Kanada. Nýlega gerðu Írar skattaumhverfi sitt hagstæðara fyrir slíka framleiðendur og hafa nokkur fyrirtæki frá Skotlandi sem áður höfðu áætlað að flytja til Kanada tekið stefnu sína þangað. Það sem við höfum fram yfir þessi lönd er einstaklega veikt gengi krónunnar sem þýðir mjög lágur launakostnaður enda tekjur nær alfarið í erlendum gjaldeyri. Netsamband hér á landi hefur verið nokkuð óstöðugt síðustu ár og hefur verið ein stærsta hindrunin . Nú hinsvegar þegar það er verið að fara að taka enn einn sæstrenginn í notkun er það ekki lengur hindrun og eina sem þarf að tryggja er flugöryggi.

Hverskonar fólk vinnur við slíkan iðnað? Raunar eru fáar atvinnugreinar með eins fjölbreyttri samsetningu starfsfólks. Við það starfar fjöldin allur af listamönnum. Myndlistarmenn, tósnkáld -sem oft á tíðum leigja sinfóníuhljómsveitir til að leika tónlist sína. Rithöfundar, Sum fyrirtæki hafa jafnvel fengið kvikmyndargerðafólk eins og t.d. menntaða leikstjóra til liðs við sig. Tölvunarfræðingar og aðrir forritar eru nauðsynlegir og svo mætti lengi telja.

Gott dæmi um Íslenskt fyrirtæki í þessum iðnaði er tölvuleikjaframleiðandinn CCP og skilar það fyrirtæki inn miklum gjaldeyristekjum og er enn að stækka við sig. Nokkur minni fyrirtæki hafa sprottið upp undanfarið og er ekki hægt að segja að þau séu annað en góð fyrir fjölbreytni þjóðarinnar þar sem nóg er komið af því að hafa öll eggin í sömu körfunni þrátt fyrir að þau byggi á misjafnlega góðum grunni, þá er það skylda okkar að gera þeim vel þar sem fyrstu árin eru ævinlega þau erfiðustu.

Fordómar íhaldsamra einstaklinga hafa blindað mörgum sýn og er það ein megin ástæða þess að ég hef ekki ljóstrað því upp fyrr að ég átti við tölvuleikjaiðnaðinn. Þó ég vildi færa slíka skatta-afslætti yfir á sem flest hugbúnaðarfyrirtæki sem skapa pening úr hugviti einu saman.

Við erum að eyða gífurlegum fjárhæðum í að styrkja framleiðslu á Íslenskum listum ef einhverjum skyldi það vera þyrnir í augum að veita örlitla skattafslætti (Ekki styrki) á fyrirtæki, sem í raun byggja að miklu leiti á listamönnum og þar með mismunað á óréttlátan hátt,  -allt útaf íhaldssömu snobbi.

 

 

Ef einhver hefur áhuga á tölum og slíku, -nokkuð sem mun kosta mig frekar mikla vinnu. Þá endilega sendið mér svar. Ég legg ekki í slíka vinnu af gamni mínu nema það sé einhver áhugi fyrir því.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband