Iðnaður sem gæti blómstrað á Íslandi

Ísland þarf á iðnað að halda. -Iðnað sem býr til fjármagn úr mannauð, lítið mengandi og sem skapar miklar útflutningstekjur. Slíkur iðnaður er til og höfum við nokkur gott dæmi um slíkt hér á landi.

Kostnaður við hvert starf er smávægilegur í samanburði við stóriðju og ekki þarf að fá undantekningar frá alþjóðasamfélaginu til að fá að menga meira. Nei þetta eru ekki garðyrkjustörf eða annar ósjálfbær rekstur heldur er um að ræða einhvern peningamesta menningar-iðnað vesturlanda. Í Bretlandi veltur þessi iðnaður meiri pening en kvikmyndaiðnaður þess lands og hefur hlutfall þessa iðnaðar farið ört vaxandi í Bandaríkjunum og Bretlandi gagnvart kvikmyndum og tónlist. Nokkuð sem er orðið og verður enn stærri hluti af menningu vesturlanda og raun heimsins alls í komandi framtíð.

Alþjóðlegir framleiðendur keppast við að flytja starfsemi sína til annarra landa til að hagræðingar. Kanada hefur tekið slíkum fyrirtækjum opnum örmum með lægri sköttum á fyrirtæki í þeim iðnaði og örðum fríðindum. Bretum þykir það vera mikil ógn vegna flótta leikjaframleiðenda til Kanada. Nýlega gerðu Írar skattaumhverfi sitt hagstæðara fyrir slíka framleiðendur og hafa nokkur fyrirtæki frá Skotlandi sem áður höfðu áætlað að flytja til Kanada tekið stefnu sína þangað. Það sem við höfum fram yfir þessi lönd er einstaklega veikt gengi krónunnar sem þýðir mjög lágur launakostnaður enda tekjur nær alfarið í erlendum gjaldeyri. Netsamband hér á landi hefur verið nokkuð óstöðugt síðustu ár og hefur verið ein stærsta hindrunin . Nú hinsvegar þegar það er verið að fara að taka enn einn sæstrenginn í notkun er það ekki lengur hindrun og eina sem þarf að tryggja er flugöryggi.

Hverskonar fólk vinnur við slíkan iðnað? Raunar eru fáar atvinnugreinar með eins fjölbreyttri samsetningu starfsfólks. Við það starfar fjöldin allur af listamönnum. Myndlistarmenn, tósnkáld -sem oft á tíðum leigja sinfóníuhljómsveitir til að leika tónlist sína. Rithöfundar, Sum fyrirtæki hafa jafnvel fengið kvikmyndargerðafólk eins og t.d. menntaða leikstjóra til liðs við sig. Tölvunarfræðingar og aðrir forritar eru nauðsynlegir og svo mætti lengi telja.

Gott dæmi um Íslenskt fyrirtæki í þessum iðnaði er tölvuleikjaframleiðandinn CCP og skilar það fyrirtæki inn miklum gjaldeyristekjum og er enn að stækka við sig. Nokkur minni fyrirtæki hafa sprottið upp undanfarið og er ekki hægt að segja að þau séu annað en góð fyrir fjölbreytni þjóðarinnar þar sem nóg er komið af því að hafa öll eggin í sömu körfunni þrátt fyrir að þau byggi á misjafnlega góðum grunni, þá er það skylda okkar að gera þeim vel þar sem fyrstu árin eru ævinlega þau erfiðustu.

Fordómar íhaldsamra einstaklinga hafa blindað mörgum sýn og er það ein megin ástæða þess að ég hef ekki ljóstrað því upp fyrr að ég átti við tölvuleikjaiðnaðinn. Þó ég vildi færa slíka skatta-afslætti yfir á sem flest hugbúnaðarfyrirtæki sem skapa pening úr hugviti einu saman.

Við erum að eyða gífurlegum fjárhæðum í að styrkja framleiðslu á Íslenskum listum ef einhverjum skyldi það vera þyrnir í augum að veita örlitla skattafslætti (Ekki styrki) á fyrirtæki, sem í raun byggja að miklu leiti á listamönnum og þar með mismunað á óréttlátan hátt,  -allt útaf íhaldssömu snobbi.

 

 

Ef einhver hefur áhuga á tölum og slíku, -nokkuð sem mun kosta mig frekar mikla vinnu. Þá endilega sendið mér svar. Ég legg ekki í slíka vinnu af gamni mínu nema það sé einhver áhugi fyrir því.


Umboðslausir þingmenn og kennitöluflakkarar

Ég sem kjósandi Borgarahreyfingarinnar
og stuðningsmaður get ekki fallist á þau ólýðræðislegu vinnubrögð sem þingmenn og bakland þeirra hafa nú aðhafst. Landsfundur er æðsta vald félaga. Stór hópur þess fólks sem hengir sig á þingmennina voru ekki einu sinni skráðir í Borgarahreyfinguna, -og mætti halda að Heimssýn (Félag ESB andstæðinga) hafi flykkjast í Borgarahreyfinguna eftir að þingmennirnir þrír sviku orð sín við kjósendur um aðildarviðræður við ESB.

Ég hef reynt að halda mig utan erja þeirra er fóru á milli þingmanna og stjórnar Borgarahreyfingarinnar og reynt að viðhalda hlutleysi. Mér hefur tekist að viðhalda því að mestu og var það ein helsta ástæða þess að ég bauð mig fram til stjórnar Borgarahreyfingarinnar, -það er ég taldi hagsmunum hennar betur borgið sem heildar heldur en andstæðingar þar sem grundvallar stefnumál eru þau sömu. Með hlutleysi mínu var ég þó fljótur að eignast einhverskonar andstæðinga úr hópi baklands þingmanna, sem svara með dónaskap og upphrópunum fremur en rökum. Skemmdarverk voru unnin af nokkrum þeirra sem nú hafa yfirgefið Borgarahreyfinguna, lygar bæði á blogg síðum sem og í fjölmiðlum. En þeir þykjast vita hvað allir kjósendur ætluðust fyrir þegar þingmennirnir voru persónulega kosnir á þing, en ekki hin lýðræðislega Borgarahreyfing. Þrátt fyrir að það hafi ekki farið fram prófkjör né persónukjör. Ég var í meira sambandi við þann arm er virðist aðhafst leiðtogadýrkunn (þingmanna armur) og því getur viðhorf mitt ekki verið mengað af heilaþvotti stjórnar þeirra sem vildu koma reglum á óreiðuna.

Þingmennirnir hafa staðið sig vel á þingi, -að ESB afgreiðslu undanskilinni og er það ástæða þess að ég vildi gefa þeim tækifæri fram á næstu kosningar, með því skilyrði þó að þeir byðu sig ekki fram á næsta kjörtímabili. Allt fram að landsfundi var mér enn nokkuð hlýtt til þremenninganna (þrátt fyrir að ég sé ESB sinnaður sjálfur) en þar sýndu þingmennirnir sitt raunverulega eðli og höfðu í hótunum: skyldi þeirra vilja ekki vera framgengt skyldu þeir sannarlega yfirgefa Borgarahreyfinguna. -Lýðræðislegur þroski þeirra var þá ekki meiri en þetta. Afskræmingar þeirra og stuðningsmanna á aðstæðum, bæði sem í fjölmiðlum og á bloggi ber vott um leiðtogadýrkun og fasisma.

-Nei það snýst allt um fólkið en ekki stefnuna og það má ekki bæta við stefnuna sem er óljós og ein helsta ástæða þess að margt venjulegt hugsandi fólk gat ekki stutt hreyfinguna, stefnuleysi og stjórnleysi en því vildu þingmenn viðhalda með anarkísku ívafi, baktjaldamakki þingmanna og engu gagnsæi. Grasrótin skyldi hunsuð eftir hentugleika. Mér hugnast ekki að sjá vinnubrögð kennitöluflakkara inná Alþingi og tel ég það stangast gegn anda Borgarahreyfingarinnar. Líkt og klerkar með kóraninn þá vildu þingmenn getað túlkað stefnuskránna eftir hentugleika og til valda. Hin nýja "Hreyfing" hefði með réttu átt að taka upp nafnið Anarkista Hreyfing Íslands, þótt þar yrði baktjaldamakk viðhaft, -haftir á tjáningarfrelsi og kúgun.

Eins og Þór segir þá veit hann vilja kjósenda best, og ég er ekki kjósandi Borgarahreyfingarinnar í hans huga.

Sú lýðræðislega vinna sem fór í þær samþykktir sem samþykktar voru á landsfundi Borgarahreyfingarinnar voru unnar í lýðræðislegum anda hreyfingarinnar og er nægur tími til að lagfæra fyrir næstu kosningar. Mesti veikleiki núverandi stjórnar Borgarahreyfingarinnar virðist mér því vera of sterk réttlætiskennd og trú á gagnsæi og því hyggst ég standa með þeim fram á næstu kosningar áður en ég geri endanlega upp hug minn. Á þremur árum getur ýmislegt gerst eða er fólk að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn taki 40% á næstu kosningum?


Jákvæðni í yfirborðskenndri neikvæðni - Tilraunir fjórflokksins til niðurrifs

Í Borgarahreyfingunni ríkir þónokkur ágreiningur um ýmisleg málefni og það er gott. -Já það er gott að hér er engin já-kór. Hér er hugsandi fólk með ólíkar skoðanir saman komið úr ólíkum hópum, fólk sem tilheyrir öllu pólitíska litrófinu. Fólk með hugsjónir og réttlætiskennd. Fólk sem neitar að búa við spillingu og óheiðarleika.

Flest gerum við okkur grein fyrir því að það verður aldrei raunveruleg sátt með öll málefni en skársta lausnin á þeim vanda er lýðræði en ekki kúgun. Þeir sem ætlast til þess að allir séu sammála sjálfum sér skilyrðislaust eru fasistar í eðli sínu. -Þar kemur einn af styrkleikum hreyfingarinnar sterklega í ljós: Sökum fjölbreytileika félagsmanna er jarðvegurinn grýttari fyrir fasísk öfl að festa rætur. Hér eru hægri menn og hér eru vinstri menn þannig að eina lausnin getur verið lýðræðislegs eðlis,-að knýja fram forsendur fyrir örlítið beinna lýðræði og opnari stjórnsýslu.

Hafa skal í huga að án ágreinings væri ekkert lýðræði heldur einræði.

Hafa skal það í huga við landsfund á morgun; að ekki geta allir gengið út fullkomlega sáttir. Okkur ber hinsvegar skylda að fylgja þeim sáttum sem landsfundur samþykkir. Það þýðir þó ekki að óheimilt sé að reyna að hafa áhrif á lögin að ári liðnu. En skuli andlýðræðisleg öfl eða útsendarar fjórflokksins reyna að taka hreyfinguna niður með sér í óánægjusvaðið sé vilja þeirra ekki framfylgt, eftir þeirra fasísku hugsjón. Munum það eitt að halda höfði.

Gefum hreinsuninni frest fram á næstu alþingiskosningar. Við kusum óklárað uppkast af hreyfingu inná þing, klára verður verkið áður en uppgjafartónninn hljómar. Gleymið ekki því að fjöldi manna spáði því fyrir að Borgarahreyfingin kæmist ekki inná þing. Afhverju að taka mark á þeim bölsýnismönnum núna?


Framboð í stjórn Borgarahreyfingarinnar

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til stjórnar Borgarahreyfingarinnar.

Borgarahreyfingin hefur verið kistulögð í meðvitundarleysi sínu og verður hún jarðsungin í næstu kosningum ef breytinga er ekki að vænta. Ég hef verið ávítaður af fólki sem telur mig hafa blekkt sig til að kjósa þá stjórnleysu sem Borgarahreyfingin hefur orðið.

Minn vilji er að sýna fólki fram á að enn ríki hugsjónin að baki hreyfingarinnar og þrátt fyrir þá hnekki sem þingflokkur hreyfingarinnar hefur hlotið, þá er grasrótin fullfær um að endurheimta virðingu og traust almennings. Það segir engin að það verði auðvelt verk en ég tel það gerlegt og vil ég gera hvað sem í mínu valdi stendur til að stuðla að sáttum, enda tel ég Borgarahreyfinguna okkar einustu von um bætta stjórnsýslu í landinu og koma á beinna lýðræði. Einhverskonar þjóðarsátt.

Ekki væri kennitöluflakk og stofnun nýrrar hreyfingar til bóta. Nei þetta er okkar einasta verkfæri (Borgarahreyfingin) og komið nóg af innbyrðis átökum. "Fjandmenn" okkar eru jú í meirihluta fyrir utan hreyfinguna en að litlu leiti innan hennar.

Ég býð mig fram sjálfstætt utan allra kosningabandalaga fimmta eða sjötta arms eða hvað þau nú heita. Ég býð mig fram til að auka á fjölbreytni í stjórn og sem mótvægi gegn meintri eignarhaldsvæðingu hreyfingarinnar og ég tala nú ekki um nema til þess eins að það séu örugglega nógu margir varamenn í stjórn ef slíkar hörmungar er riðu á í sumar skyldu henda hreyfinguna á ný.

Fjölmiðlar eru okkur ekki hliðhollir og hefur það verið sárt að horfa uppá þau mörgu fjölmiðlaslys sem hafa orðið í framkvæmdarstjórnarleysi hreyfingarinnar. Mikilvægi PR mála hefur verið vanmetið og yrði það mín aðal áhersla að kynna mér leiðir til að bæta þau. Öðrum flokkum heppnast betur að stýra umræðunni, þó slíkt ætti að mestu leiti að heyra undir framkvæmdastjóra.

Fyrir mér er fyrsta kjörtímabil Borgarahreyfingarinnar lítið annað en kosningabarátta fyrir næsta kjörtímabil.


Forseti dæmir þjóð, en hversvegna?

Ég er ósáttur með Ólaf, ég leyni því ekki. Hann er ekki minn forseti. En hér eru þó atriði til að íhuga:

Talsmenn þjóðarinnar og lýðræðislega kjörnir fulltrúar (Þótt það sé umdeilanlegt vegna misvægi atkvæða) sýndu einungis 14 af 63 á móti! Það er enga gjá að sjá þar, því miður. Í það minnsta var raunveruleg gjá á þingi þegar fjölmiðlalögin voru felld af Ólafi og fékk hann skammir fyrir af því sama fólki og er að skamma hann núna fyrir að gera hið gagnstæða og samþykkja umdeild lög.

Hefði Sjálfstæðisflokkurinn (með frávikum) ekki guggnað á atkvæðagreiðslunni og hefði Bjarni Ben ekki komið með þær yfirlýsingar að forsetinn ætti að skrifa undir þetta, -hefði það kannski haft meiri áhrif á forseta heldur en að 3,5% þjóðarinnar skrifi undir einhvern rafrænan lista. Halda mætti að það það væri leynilegt markmið Sjálfstæðisflokksins að fá þetta samþykkt, (þora ekki að viðurkenna það því þeir þurfa að vinna sér inn atkvæði og hvað segja jú skoðanakannanir)... Þeir skuli sko taka við stjórn sama hvað það kostar þjóðina. Það er ekki eins mikill munur á Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu og halda mætti enda hvorutveggja hópar blindaðir af hatri. Þess skal getið að Skjár 1 var með undirskriftarlista í fyrra og þar skrifuðu vel yfir 40þúsund mans. Hvar er allt fólkið núna?

Sjálfstæðisflokkurinn stóð einnig í veginum fyrir því með málþófi í vetur, að hér væri hægt að krefjast kosninga í veigamiklum málum sem þessum, þar sem liðka átti meðal annars fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum. (Svolítið skondið að þeir hefðu kannski getað fellt ESB umsóknina með því líka?) Fjórflokkarnir eru gjörsamlega ónýtir og mætti jafnvel halda að þeir væru meðlimir að Illuminati þar sem þessi stöðugu leikrit stjórnmálamanna eru illa leikin. Þessi klaufalegi leikur Bjarna verður kannski til þess að Framsókn verður stærri flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn á næstu kosningum sem hugsanlega verða fyrr en ætlað er. Fyrir einhverjum árum var Flokkurinn með álíka pælingar og styður það enn frekar að þetta sé í raun sama aflið á bakvið þetta sýndarspil sem Alþingi er, sama hvaða flokkar eru við völd. En það er innbyggt í íslendinga að taka á þessu eins og íþróttum eða trúarbrögðum og eru boltabullur blindar fyrir öllu því sem þeirra lið gerir rangt en þegar hitt liðið gerir nákvæmlega sömu hlutina þá er það orðið rangt. (Ég trúi því ekki á þessi öfl en þannig virðist þetta bara vera)

Þakkir á þó Sjálfstæðisflokkurinn skilið, þó aðallega Pétur Blöndal fyrir sína fyrirvara og Þór Saari Borgarahreyfingunni fyrir að ná að koma flestum stefnumálum Borgarahreyfingarinnar inn í fyrirvarana.

PS ég er ósáttur með þessa samninga, skuldir óreiðumanna (einkavina) Sjálfstæðisflokksins.
mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri

Nú keppast stórfyrirtæki við að finna sparnaðarleiðir og eru mörg að flytja starfsemi sína til landa þar sem fæst ódýrari starfskraftur. Á þó sérstaklega við um hátækni-iðnaði og ýmiskonar leikja framleiðendur.

Hér eru mörg tækifæri ef stjórnvöld bara gera slíkum fyrirtækjum auðveldara fyrir, Kanada t.d. hefur gjarnan gefið slíkum fyrirtækjum skattafslætti. Lágt gengi krónunnar er af hinu góða fyrir útflutningsfyrirtæki. Verðmæti eru sköpuð nær eingöngu úr mannauð og er kostnaður per starf miklu lægri en störf við stóriðju og stuðlar ekki eins að gjaldþroti landsvirkjunar og álver þessar mundir.

Í þessum iðnaði er þörf á sérhæfrði þekkingu, en með breytingum á menntakerfinu eftir hugmyndafræði Bill Gates væri hægt að auka verulega hlutfall menntaðara og draga úr kostnaði við kennslu


mbl.is Óttast íslenskan spekileka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálshyggjan

Það er best að eiga ekki við vandamálið, innbrotsiðnaðurinn leiðréttir sig alltaf sjálfkrafa. Frjálst framtak innbrotsþjófa skal ekki hljóta afskipti ríkissins.

Það er atvinnuskapandi og örvar markaðinn að hafa alla þessa glæðamenn. Þjófavarnir hafa aldrei selst betur en nú og einkaframtak í öryggis og löggæslu verður ekki skorið niður.

Innan tíðar mun sala skotvopna aukast (meiri peningur í ríkissjóð) og þá helst algengast að geyma haglabyssu við rúmstokkinn.


mbl.is Innbrotafaraldur en lítil gæsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband