Í Borgarahreyfingunni ríkir þónokkur ágreiningur um ýmisleg málefni og það er gott. -Já það er gott að hér er engin já-kór. Hér er hugsandi fólk með ólíkar skoðanir saman komið úr ólíkum hópum, fólk sem tilheyrir öllu pólitíska litrófinu. Fólk með hugsjónir og réttlætiskennd. Fólk sem neitar að búa við spillingu og óheiðarleika.
Flest gerum við okkur grein fyrir því að það verður aldrei raunveruleg sátt með öll málefni en skársta lausnin á þeim vanda er lýðræði en ekki kúgun. Þeir sem ætlast til þess að allir séu sammála sjálfum sér skilyrðislaust eru fasistar í eðli sínu. -Þar kemur einn af styrkleikum hreyfingarinnar sterklega í ljós: Sökum fjölbreytileika félagsmanna er jarðvegurinn grýttari fyrir fasísk öfl að festa rætur. Hér eru hægri menn og hér eru vinstri menn þannig að eina lausnin getur verið lýðræðislegs eðlis,-að knýja fram forsendur fyrir örlítið beinna lýðræði og opnari stjórnsýslu.
Hafa skal í huga að án ágreinings væri ekkert lýðræði heldur einræði.
Hafa skal það í huga við landsfund á morgun; að ekki geta allir gengið út fullkomlega sáttir. Okkur ber hinsvegar skylda að fylgja þeim sáttum sem landsfundur samþykkir. Það þýðir þó ekki að óheimilt sé að reyna að hafa áhrif á lögin að ári liðnu. En skuli andlýðræðisleg öfl eða útsendarar fjórflokksins reyna að taka hreyfinguna niður með sér í óánægjusvaðið sé vilja þeirra ekki framfylgt, eftir þeirra fasísku hugsjón. Munum það eitt að halda höfði.
Gefum hreinsuninni frest fram á næstu alþingiskosningar. Við kusum óklárað uppkast af hreyfingu inná þing, klára verður verkið áður en uppgjafartónninn hljómar. Gleymið ekki því að fjöldi manna spáði því fyrir að Borgarahreyfingin kæmist ekki inná þing. Afhverju að taka mark á þeim bölsýnismönnum núna?
Athugasemdir
Höfum þetta í huga á morgun Björn, og gott gengi.
Lilja Skaftadóttir, 11.9.2009 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.